Færsluflokkur: Bloggar

Enn einn blýantsnagarinn.

Ég get nú ekki verið sammál um að Strandveiðar séu slæmar og svo að það sé hægt að stimpla alla fyrir nokkra skussa sem ekki ganga vel um hráefnið sem kemur í land. Það er greinilegt að hér er enn einn blýantsnagarinn á ferð sem sér bara svart þegar að kemur að útgerð smábáta og mælir þeim allt til foráttu sjálfsagt ef það hentar honum betur, ekki skrítið ef hann býr í Eyjum, þar snýst svo til allt um gúanó. Ég mæli með því að þessi maður skoði þegar verið er að land úr mörgum þessum stærri bátum sem taka kannski bara 2 460 lítra kör af ís og svo landa þeir allt að 25-30 tonnum eftir daginn ( gæðafiskur er það ekki )? Um borð í mínum smá bát er tekið alltaf 1 460 lítra ískar og er sá ís notaður til að kæla niður 776 kg af strandveiði fiski og hjá hvorum ætli sé betri kæling og gæði ?
mbl.is Býr til gettó á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4,2 milljarðar ?

Það er bara ekki í lagi með suma menn. Að láta sér detta annað eins í hug að setja inn kröfu í banka uppá 4,2 milljarða í banka sem hann setti sjálfsagt sjálfur á hausinn er bara ekki heilbrigt. Ég held bara að þessi maður ætti að byrja á því að leita sér hjálpar áður en það verður of seint fyrir hann. Það væri kannski athugandi fyrir hina sökkvandi þjóð að gera kannski kröfu á þennan sama mann upp á kannski einhverja milljarða ?  Hvað ætli honum finnist um það ? Eru þetta kannski kröfur vegna ábyrgðar hans í starfi ? hahahahahaha, þetta er svona álíka krafa og eins og einhver róninn gerði kröfu á ÁTVR vegna þess að það rann kannski af honum.

Sigur hverra ?

Það er ekki hægt annað en að setjast hér niður og fagna því að Kolbrún Halldórsdóttir er ekki lengur inni á þingi. Hvernig svo sem þetta fer allt saman þá er þetta stærsti sigurinn að losna við hana út og allt bullið sem hún gat rausað upp úr sér.

Ekki er ég nú viss um að Magnús þór hjá frjálslyndum sé nú skárri maður, allavega heldur hann það,  að hann geti stjórnað betur en Guðjón Arnar, en Guðjón Arnar sigldi allavega sínu skipi alltaf heilu í höfn en Magnús er bara alltaf strand sama hvað hann gerir og segir það nú bara allt sem þarf að segja um hann, allavega myndi ég ekki  vilja vera í áhöfn Magnúsar og er ég sem betur fer ekki í þessum flokki .

Það væri sennilega bara best fyrir alla heiladauða alþingismenn að vera bara í samfylkingunni eða vinstri reiðum og fara svo með þeim inn í ESB og drepa okkur öll með því sem fylgir ESB stefnunni.


Janis Joplin

Það sem manni dettur nú í hug, um daginn þá var ég að hlusta á jólalögin á léttbylgjunni og heyrði þá að sú sem þar stjórnaði var að gefa miða á Janis í íslensku óperunni, þannig að minn reyndi að ná inn og tókst að fá 2 miða og þá var ekkert að vanbúnaði en að skella sér í uppa dressið og taka sponsuna með sér á Janis. Ekki sé ég eftir því að hafa farið á þetta því túlkun Ilmar og Bryndísar var bara æði, reyndar er ég ekki Janis aðdáandi en Bryndís var bara flott og söng þetta alveg eins og Janis væri bara þarna sjálf á sviðinu því rödd þeirra er alveg ótrúlega lík í söng. Mæli alveg hiklaust með þessu að fólk kíki á þetta og sjái þær í þessum leik. Takk fyrir mig.

Meira ruglið

Ja hérna vitleysan í FIAT félaginu og öllum hinum að vera að væla um kosningar á þessum tímum ha. Heldur þetta lið að það lagist eitthvað með því að kjósa núna ? Nei það held ég ekki, það eru og verða nákvæmlega sömu aðilar á seðlunum en raðast kannski aðeins öðruvísi inn á þingið og sjálfsagt koma þá nýir ráðherrar og allt svoleiðis en skuldirnar verða áfram og ég held nú að það hafi ekki verið ríkisstjórnin og ráðherrarnir sem skuldsettu okkur heldur voru það litlu börnin sem stjórnuðu bönkunum og voru í stórkalla leik, það á að taka þá og send til Afganistan með fyrsta flugi, og svo er Jón Baldvin alltaf að gaspra í útvarpinu er hann búin að gleyma því að hann var nú duglegur að setja okkur í klípu og við skulum ekki gleyma því að það var hann sem setti bifreiðagjöldin á okkur á sínum tíma, það átti að vera skattur í 1 ár JÓN en hvað eru þau orðin mörg 20? Þannig að hann getur örugglega fengið að sitja með til Afganistans það sér engin eftir honum í frí þangað, og munið þið eftir stór veislunum sem hann hélt í útlöndum á meðan hann var sendiherra, ekki var hann að spara fyrir okkur þá ha. Ég held að svona menn ættu bara að hafa lúðurinn lokaðan núna og hugsa fyrst um hvað þeir eru búnir að gera áður en þeir fara að dæma aðra og gjörðir þeirra og vera svo með einhverar yfirlýsingar um hvað eigi að gera.

Lifi GEIR H HARDE og ríkisstjórn hans.


Góður pabbi Guðjón Arnar ?

Það sem sumum mönnum dettur nú í hug. Nýjasta nýtt hjá Guðjóni Arnari var um daginn að ríkið innkalli allar veiðiheimildir til sín aftur og útbíti þeim svo með leigu aftur til útgerða í landinu. Er hann með þessu að reyna að koma sér aftur inn á þing í næstu kosningum svo hann geti haldið áfram að verma bekkinn þar ? Ekki veit ég það en mér sýnist á öllu að hann fái ekki atkvæði sonar síns þá því ef hann innkallar veiðiheimildir flotans þá skerðir hann eign sonar síns um 255.838.900 kr þeas ef þær eru skuldlausar sem ég reyndar efast um að sé.

Ó my Darling !!!

Þetta er nú meiri jólin þessi  tjalli hann " Darling " að beita hryðjuverkalögum á íslensku bankanna þarna úti í Englandi, að halda að við séum hryðjuverkamenn ! Er hann búinn að gleyma hverjir gáfu þeim að éta í seinni heimsstyrjöldinni ? Hefur hann ekki lesið söguna eða var hann allan tíman að láta sig dreyma um Dovnigstræti 10 og hugsaði bara að koma ja var það ekki John Major ? frá völdum svo hann gæti sest í stólinn hans og farið í stríðsleik með bandaríkja mönnum ? Ef hann opnar á sér augun þá hlýtur hann að sjá að bandaríkjamenn og Bretar eru mesta hryðjuverkaþjóð heims og réttlæta það að það sé alltaf einhver annar en þeir sem séu vondi kallinn. Nei nú segjum við stopp á tjallan og beitum hryðjuverkalögum á þá á móti og hættum að selja þeim fisk, nú sendum við bara allan okkar fisk til Þýskalands og til Rússlands, reyndar getum við borgað Rússum skuldina bara á einum degi núna í haust þegar síldin gengur inn á Grundarfjörð með því að láta þá bara hafa fjörðinn með öllu bara á einu bretti sem sagt staðgreitt með síld til þeirra og málið dautt.


Banka skátarnir !!

Það er alveg með eindæmum hvað sumir komast upp með, og jafnvel ekki (vitum það ekki ennþá ). Það er merkilegt að þessir blessuðu litlu pjakkar sem eru nú á góðri leið með að setja þjóðfélagið á hausinn skul bara ekki skammast sín fyrir það hvað þeir eru búnir að gera af sér núna. það var gerð heil bíómynd um einhvern fjárfestir að mig minnir frá Kanada sem setti heilan banka á hausinn og þótti mikið þá þannig að það ætti að vera hægt að búa til óendanlega seríu í anda LOST eða kannski svona endemis þvælu eins og GLÆSTAR VONIR um afrek þessara litlu fégráðugu skáta sem eru búnir að fara svona með hagkerfið hjá okkur núna. Það er greinilegt að þessir vesalingar hafa sennilega hangið í pilsfaldinum hjá mömmu sinni alla sína æsku og farið svo í framhaldsskóla vegna þess að þeir hafi ekki nennt að vinna á sínum yngri árum og mæta svo á fjármálamarkaðinn og setja allt á annan endann með sinni fávisku og fégræðgi. Það væri réttast að senda þessa labba kúta á gamlan síðutogara og láta þá læra hvað vinna er svo að þeir skilji í hverju fólk sem búið er að vera að strita alla sína ævi og reynir svo að koma rentunum sínum í eitthvað til að geta lifað áhyggjulaust í ellinni þarfa að lifa við núna.

Þessir kútar eru sennilega búnir að koma sínu vel fyrir í fasteignum og jafnvel í bönkum í útlöndum sem ekki glíma við svona krísu eins og er hér hjá okkur núna af þeirra völdum. Það er valla hægt að segja að það sé eðlilegt að menn fái allt uppí 600 milljónir í laun á ári og að fá svo líka 300 milljónir fyrir að byrja að vinna einhversstaðar, og geta svo matað krókinn á því að geta keypt sig inní bankana fyrir slikk á þeirra mælikvarða, ég ætti kannski að heimta eitthvað svona af sjálfum mér fyrir að mæta í vinnunna ?

Ég mæli með að fólk skoði myndbandið hans Jóns Geralds inni á YU TUB held ég að það heiti og sjá þar söguna hans af hrakförum Glitnis banka og dæmi svo um hrakfarir bankans.


"BLESSUÐ BÖRNIN"

Það er alveg frábært hvað getur dottið uppúr blessuðum börnunum, þannig var að við feðgarnir vorum í sveitinni að skipta um dekk undir bílnum vegna þess að það lak með ventlinum og þá sagði vinurinn, Pabbi er " PUMPULAUST " hjá þér ?

Einn góður

Einu sinni fyrir langa löngu var ónefndur maður sem bjó við fjörð hér ekki langt frá sem fór ríðandi á hesti í ónefnt þorp til að sækja lækni,( þetta er svona ca 25 til 30 km aðra leiðina ) sem sagt hann sótti lækninn og reiddi hann alla leið heim á bæ og þegar þangað var komið þá háttaði vinurinn sig niður í rúm og sagði við lækninn að hann væri sárlasinn og að læknirinn yrði að skoða hann.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband