Janis Joplin

Það sem manni dettur nú í hug, um daginn þá var ég að hlusta á jólalögin á léttbylgjunni og heyrði þá að sú sem þar stjórnaði var að gefa miða á Janis í íslensku óperunni, þannig að minn reyndi að ná inn og tókst að fá 2 miða og þá var ekkert að vanbúnaði en að skella sér í uppa dressið og taka sponsuna með sér á Janis. Ekki sé ég eftir því að hafa farið á þetta því túlkun Ilmar og Bryndísar var bara æði, reyndar er ég ekki Janis aðdáandi en Bryndís var bara flott og söng þetta alveg eins og Janis væri bara þarna sjálf á sviðinu því rödd þeirra er alveg ótrúlega lík í söng. Mæli alveg hiklaust með þessu að fólk kíki á þetta og sjái þær í þessum leik. Takk fyrir mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður K Benediktsdóttir

Til hamingju neð þetta frændi og gott að þú naust þess að hlusta og vonandi slappa af i leiðinni. Kveðja frá mér.

Hólmfríður K Benediktsdóttir, 3.12.2008 kl. 00:49

2 identicon

Flott hjá ykkur að fara á tónleika þetta er tíminn til þess að fara og hlusta á góða tónlist.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband