26.3.2012 | 00:39
Enn einn blýantsnagarinn.
Ég get nú ekki verið sammál um að Strandveiðar séu slæmar og svo að það sé hægt að stimpla alla fyrir nokkra skussa sem ekki ganga vel um hráefnið sem kemur í land. Það er greinilegt að hér er enn einn blýantsnagarinn á ferð sem sér bara svart þegar að kemur að útgerð smábáta og mælir þeim allt til foráttu sjálfsagt ef það hentar honum betur, ekki skrítið ef hann býr í Eyjum, þar snýst svo til allt um gúanó. Ég mæli með því að þessi maður skoði þegar verið er að land úr mörgum þessum stærri bátum sem taka kannski bara 2 460 lítra kör af ís og svo landa þeir allt að 25-30 tonnum eftir daginn ( gæðafiskur er það ekki )? Um borð í mínum smá bát er tekið alltaf 1 460 lítra ískar og er sá ís notaður til að kæla niður 776 kg af strandveiði fiski og hjá hvorum ætli sé betri kæling og gæði ?
Býr til gettó á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bergur er ekki blýantsnagari heldur stundar hann nú enn sjómennsku, þó það sé ekki á fiskiskipi, ekki ætla ég að dæma þig sem einhvern áhugasjómann þó ég gæti lesið það hálfpartinn á þínum skrifum, sjálfsagt gætir þú verið einn af þeim sem selt hefur frá þér kvótann og hefur komið þér inn í kerfið aftur, en hvað veit ég, sjálfsagt sérð þú ekki það sem hann bendir á varðandi skerðingu launa sjómanna, en það er kannski vegna þess að þú ert þinn eigin herra og þarft þess vegna ekki að hafa sérstakar áhyggjur af því. Sjálfsagt ert þú eini sjómaðurinn á landinu sem þykist vera pottþéttur á vigtinni, og pottþéttur með ísinn, einhvernveginn efast ég um að þú takir fisk framhjá fyrir vini og vandamenn, en hvað kemur mér það við. Sjálfsagt eru allar útgerðir á landinu að stórgræða á núverandi kvótakerfi. Ég veit að þú ásamt mörgum öðrum haldið að ALLAR útgerðir séu að stela undan og svindla nema þú. Það sést best á flotanum okkar núna miðað við færeyska og Norska flotann hvað við erum farnir að dragast aftur úr, skipin okkar eru að verða gömul og lúin mörg hver, og endurnýjun verður ekki á meðan ríkissjóður hirðir allan gróðann með veiðigjaldinu, þeas ef sjómenn verða þá ekki látnir taka þetta allt á sig. þetta verður flott eftir 20 ár þegar við sjáum eldgamla stórhættulega Íslenska riðdalla á miðunum við hliðina á glæsilegum færeyskum og norskum skipum sem eru í alvöru verðmætasköpun. en hvaða máli skiptir það, margar útgerðir hér á landi gafa farið í milljarðaframkvæmdir á skipum sínum til að búa til meiri verðmætasköpun úr skertum kvóta og minni úthlutun, en sú verðmætasköpun sem er eitt af því fáa sem breytist í dollara frá þessu landi er samt ekki nógu gott. Væri ekki meira vit í að stöðva skip á erlendu flaggi vera á veiðum innan 12 mílna lögsögu hér við land. þú hefur væntanlega ekki kynnt þér þau mál, er það nokkuð.? Hvaða erlend skip fá að veiða innan 12 mílna lögsögu okkar? af hverjum er verið að taka þann kvóta? væri ekki eðlilegra að leyfa eingöngu Íslenskum skipum að veiða innan 12 mílna lögsögu hér við strendur Íslands.
Grétar Ómarsson, 26.3.2012 kl. 02:08
Og eitt annað sem ég vill benda á, hvað eru mörg íslensk skip sem geta veitt innan 12 mílna lögsögu við strendur annarra landa.
Grétar Ómarsson, 26.3.2012 kl. 02:11
Strandveiðar eru svo sem ekki slæmar en óþarfi er að flytja alltaf stærri og stærri hluta af kvótanum á trillurnar sem hafa alltaf selt allann kvótann jafnharðan og heimtað svo meira. Dæmi eru um menn sem hafa selt kvóta í þremur kerfum og eru nú á strandveiðum.
Hreinn Sigurðsson, 26.3.2012 kl. 07:15
Ég mæli nú með því að þú kynnir þér aðeins málin áður en þú ferð að babla eitthvað út í loftið.
Það eru eyjamenn sem að kunna að nota ís, hérna er almennt mikill ís notaður vegna þess að menn kunna að fara með hráefnið.
og já, flott hjá þér að segja að hérna snúist allt um gúanóin
þú talar um að einhver sé blýantsnagari.
mér sýnist á öllu að þu virðist bara ekki hafa hundsvit á því um hvað er verið að tala um.
Árni Sigurður Pétursson, 26.3.2012 kl. 11:35
Ekki hef ég hugmynd um hver þú ert Haukur og ætla ekkert að opinbera þær hugmyndir hér í netheimum um hvað mér dettur í hug um þínar gjörðir. En hitt veit ég að Bergur Kristinsson er enginn blýantsnagari og af skrifum þínum hér um sjómennsku get ég fullyrt að hann er mun kunnugri háttum í sjávarútvegi á Íslandi en þú.
Jarl Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 11:41
Þar hitti skíturinn viftuna Haukur Randversson...
Ég tek heilshugar undir orð fyrri viðmælenda og hrósa þér að sama skapi fyrir frumlegheit í upphrópunum... Maður hefur séð það verra.
En ég held að þú ættir að biða Berg afsökunar á fáfræði þinni, á málum sem þú þekkir greinilega ekki mikið til og ættir sennilega ekki að vera að tjá þig um..
Gísli Birgir Ómarsson, 26.3.2012 kl. 12:06
Haukur, strandveiðar eru HANDVIRKT kerfi, þetta er ekki til vegna þess að það sé svo skynsamlegt og ábatasamt og því vilji handhafar nýtingaréttar veiða með smábátum.
Nei, einfaldlega vegna þess að populistanir sem vilja fá atkvæðin ykkur ákveða að búa til kerfi sem veldur því að smábátaflotinn stækkar.....
Svona handvirk kerfi auka ekki velsæld heildarinnar, þ.e. þjóðarbúsins (landsframleiðslunnar) sem merkir færri afleidd störf í landinu.
Haraldur (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 13:22
Haukur Randversson, varstu á framboðslysta F listans síðast ? Flestallir sem þar voru og eru pólitísk reköld bulla tóma steipu útí loftið að undanskyldum Gogga G.... í Veyjum þegar hann talar um Landeyjarhöfn.
Björn Jónsson, 26.3.2012 kl. 17:28
,,... hvað eru mörg íslensk skip sem geta veitt innan 12 mílna lögsögu við strendur annarra landa."
Hvað meinarðu með þessu?
Almennt um efnið, að ef þetta er allt svona ómögulegt og LÍÚ ætlar að grenja eitthvað frameftir sumri - þá á barasta að taka allan kvótann af þeim og bjóða veiðarnar út á EES svæðinu. Málið dautt. LÍÚ klíkan úr sögunni.
Eg held það gæti verið miklu betra fyrir þjóðina. Bjóaða barasta veiðarnar út á EES svæðinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2012 kl. 18:04
Ómar Bjarki, það gæti verið það sem ég á við!!!! ef þú áttar þig ekki á því, væri ekki MEIRA VIT !!!!!! í að skoða aðra hluti varðandi kvótakerfið til að auka aflaverðmæti og skapa ÍSLENDINGUM atvinnu, í stað þess að leyfa grænlenskum og færeyskum skipum að veiða loðnu uppi í fjöru hjá okkur, ég veit ekki betur en síldarvinnslan sé að nota skip með erlenda fána til að veiða loðnu fyrir sig, kannski finnst ykkur það í lagi, á sama tíma eru aðrar íslenskar útgerðir sem stunda loðnuveiðar búnar með kvótann sinn á korteri!!. Mig varðar ekkert um hvort síldarvinnslan á þessi grænlensku skip en þau eiga ekki að vera á veiðum við íslandsstrendur ef þau bera ekki íslenska fánann og greiða skyldur til þjóðfélagsins. þarna mætti byrja á að taka til áður en farið er í að herða sultarólar annarra heiðarlegra útgerða, en þær eru ennþá til hvort sem þú trúir því eða ekki.
Grétar Ómarsson, 26.3.2012 kl. 22:22
Það er klárt að Ómar Bjarki er ekki greindasti maðurinn sem skrifar um sjávarútvegsmál, hann veit greinilega ekki að það eru þúsundir manna á Íslandi sem hafa atvinnu af sjávarútvegi, hvað ætlar hann að gera við það fólk? Hann er klárlega blýantsnagarinn sem að Hlöðver minnist á í færslu sinni
bhh
Birkir (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 23:21
Haukur er einn af þeim sem seldi undan sér þegar hagstæðast var að selja sig út úr litla kerfinu, hefur beðið á kantinum síðan og er núna byrjaður að leika sér á sjó aftur í draumakerfinu hans Jóns og Steingríms en bíðið bara þegar bláa klíkan tekur völdin aftur þá fær Haukur og hans félagar sem seldu á svipuðum tíma og hann og keyptu smábáta einn og fleiri til að fara að róa á gjafakvóta frá Vinstrigrænum sem svo XD setur svo á þessa báta, vitleysan komin heilan hring og þessir menn ganga enn og aftur út úr kerfinu með milljónir í vasanum.
Ingvar (IP-tala skráð) 26.3.2012 kl. 23:23
Já sæll, eyjamenn greinilega sárir, ég veit ekki betur en að við séum með skip á veiðum við noreg, í færeysku lögsögunni, á rockhall svæðinu og á fleiri stöðum. Ég er á móti því að hér séu erlend skip að veiðum en er nokkuð viss um að við njótum samt góðs af því annarsstaðar. Ég þarf ekki að biðja neinn afsökunar á neinu frekar en þeir sem ekki hafa migið í saltan sjó eru að tjá sig um frágang á fiski og stimpla síðana alla með fáfræði sinni, kannski að ég sé fáfróður en ég hef greinilega hitt á veikan punkt hjá mörgum sem eru kannski aldir upp á pabba pólitík og eru svo kannski einhverskonar samfylkingar sinnar sem eru búnir að vera með allt niður um sig núna í langan tíma og eru að ganga frá mörgum fjölskyldum sem eru að tapa öllu sínu.
Kannnski hef ég selt eitthvað frá mér ? En ég hef ekki selt eða leigt frá mér til að kaupa þyrlu og bílaumboð eins og sumir og fengið síðan jafnvel milljarða afskriftir eins og sumir. Ég er einn af þessum litlu sem hef þurft að borga skuldirnar mínar en ekki hlaupið frá þeim eins og margir aðrir.
Haukur Randversson, 28.3.2012 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.