28.10.2007 | 18:15
Norðurlandameistaramót fatlaðra í sundi
Það er alveg merkilegt hvað sjónvarpsstöðvar okkar hér hafa mikinn áhuga á íþróttum fatlaðra. Núna um helgina fór fram Norðurlandameistaramót fatlaðra í laugardalslaug, og eins og venjulega þá mætti sjónvarpið rétt fyrir lok mótsins, en sýndi þó lit og kom og tók myndir af mótinu annað en þessir háu herrar frá stöð 2. Þegar aðrar íþróttir eru eins og t.d. fótbolti íslenskur þá er hægt að sýna hann beint þó svo að þessir svokölluðu fótboltakappar okkar geti bara hreinlega EKKI NEITT í boltanum og tapa jafnvel fyrir liðum sem er valla hægt að segja að sé á landakortinu. Ég skora á sjónvarpið og stöð 2 að koma og sýna áhuga á íþróttum fatlaðra og sýna meira frá svona mótum því þetta eru mót sem ekki eru hér á hverju ári, og má jafnvel segja að þetta sé stórviðburður í íþróttalífi Íslands. Ég hef heyrt að það þíði ekki að senda sjónvarpið til að taka myndir af þessum mótum því það er svo lítill áhugi fyrir áhorfi í sjónvarpinu ? Ja ekki hef ég áhuga á fótbolta en ég myndi frekar vilja horfa á hetjur okkar í sundinu sem setja hvert metið á fætur öðru og t.d. voru sett allavega ein 8 íslandsmet á þessu móti, og þessir krakkar sem stunda sundið af miklum áhuga og mikilli elju eiga heiður skilið fyrir hversu duglegir þeir eru í sínum íþróttum, og þeir sem komu þessu móti hingað eiga líka heiður skilið fyrir vel unnin störf.
Athugasemdir
Til hamingju með að vera komin á bloggið Haukur næstum því frændi. Ég er alveg hjartanlega sammála vil miklu heldur horfa á krakkana keppa í sundi heldur en horfa á boltaleiki.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:14
Til hamingju með Vigni í sundinu, eftir því sem mér hefur verið sagt var hann að vinna gull á þessu Norðurlandameistaramóti. Fylgist svo lítið með íþróttafréttum þannig að þetta fer alltaf fram hjá mér í fjölmiðlum.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 11:35
Heyr, heyr... Frekar vil ég horfa á íþróttamót fatlaðra heldur en aðrar íþróttir, og svo sérstaklega á Vigni gera öll Íslandsmetin
Duglegur strákur þar á ferð og ætti að fá miklu meiri athygli,
Og bro þykist þú svo ætla að blogga hahahahaha ekki er öll vitleysan eins En allavega til hamingju með bloggið adda því í favorites og skemmti mér svo við lestur í framtíðinni..
Kveðja litla sys.
Haukur Randversson, 6.11.2007 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.