Ó my Darling !!!

Þetta er nú meiri jólin þessi  tjalli hann " Darling " að beita hryðjuverkalögum á íslensku bankanna þarna úti í Englandi, að halda að við séum hryðjuverkamenn ! Er hann búinn að gleyma hverjir gáfu þeim að éta í seinni heimsstyrjöldinni ? Hefur hann ekki lesið söguna eða var hann allan tíman að láta sig dreyma um Dovnigstræti 10 og hugsaði bara að koma ja var það ekki John Major ? frá völdum svo hann gæti sest í stólinn hans og farið í stríðsleik með bandaríkja mönnum ? Ef hann opnar á sér augun þá hlýtur hann að sjá að bandaríkjamenn og Bretar eru mesta hryðjuverkaþjóð heims og réttlæta það að það sé alltaf einhver annar en þeir sem séu vondi kallinn. Nei nú segjum við stopp á tjallan og beitum hryðjuverkalögum á þá á móti og hættum að selja þeim fisk, nú sendum við bara allan okkar fisk til Þýskalands og til Rússlands, reyndar getum við borgað Rússum skuldina bara á einum degi núna í haust þegar síldin gengur inn á Grundarfjörð með því að láta þá bara hafa fjörðinn með öllu bara á einu bretti sem sagt staðgreitt með síld til þeirra og málið dautt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður ætlar bara að gefa þeim Breiðafjörðinn eins og hann leggur sig, ertu hættur á sjó eða ætlar þú að fá leyfi hjá Rússunum til þess að veiða grásleppu?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Haukur Randversson

nei ætla bara að láta þá fá grundafjörð, það er engin eftirsjá í þeim, þeir geta meira segja fengið hellissand í kaupbæti

Haukur Randversson, 13.10.2008 kl. 23:30

3 identicon

Það er eins gott að þú ert ekki að semja við Rússana. Ertu búin að finna búrið fyrir Elskuna og Gordon?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Haukur Randversson

það þarf ekkert búr fyrir þá, ég fer bráðum að byrja á sjónum aftur og þá nota ég þá í beitu

Haukur Randversson, 16.10.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband