Góður pabbi Guðjón Arnar ?

Það sem sumum mönnum dettur nú í hug. Nýjasta nýtt hjá Guðjóni Arnari var um daginn að ríkið innkalli allar veiðiheimildir til sín aftur og útbíti þeim svo með leigu aftur til útgerða í landinu. Er hann með þessu að reyna að koma sér aftur inn á þing í næstu kosningum svo hann geti haldið áfram að verma bekkinn þar ? Ekki veit ég það en mér sýnist á öllu að hann fái ekki atkvæði sonar síns þá því ef hann innkallar veiðiheimildir flotans þá skerðir hann eign sonar síns um 255.838.900 kr þeas ef þær eru skuldlausar sem ég reyndar efast um að sé.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi færsla sýnir greinilega skilning þinn á hlutverki þeirra fulltrúa sem þjóðin kýs til að setja lög og leikreglur í okkar samfélagi. Guðjón Arnar hefur annan skilning á þessu hlutverki og hann er sá að Alþingismenn séu fulltrúar allrar þjóðarinnar og að þeim beri skylda til að gæta þar fyllsta hlutleysis alveg burtséð frá eigin hagsmunum og sinna nánustu.

Þennan skilning Guðjóns Arnars væri hollt að fleiri Alþingismenn hefðu að leiðarljósi.

Árni Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 10:22

2 identicon

Bara ein samviskuspurning til þín Haukur. Ef þú værir stjórnmálamaður  myndir þú þá hugsa fyrst og fremst um hag fjölskyldunnar og síðan þjóðarinnar og finnst þér að þannig eigi stjórnmálamenn að hugsa?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Haukur Randversson

Já því ekki, mér hefur nú sínst eins og þessir labbakútar hugsi fyrst um sig og sína,

Hagur þjóðarinnar ? Afhverju eigum við nú að fara að borga skuldirnar eftir þessa lúða sem stjórnuðu bönkunum ? Ég segi að við eigum ekki að borga neitt fyrir þá, það á bara að sækja þá alla til saka og loka þá inni og henda lyklinum, ég held það væri nú í lagi að taka hallirnar þeirra og heilu kastalana af þeim og borga skuldirnar þeirra með því sem þeir eru búnir að stela af okkur.

Við eigum bara að hafa okkar kerfi eins og Fidel vinur okkar bara visst mikið á mánuði fyrir að gera jafnvel ekki neitt segja bless við alla þessa svokölluðu vini selja allan fisk til venesúela í skiptum fyrir olíu á flotan og éta fisk og lambakjöt, og þá líður öllum vel.

Haukur Randversson, 27.10.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband