28.4.2009 | 09:56
Sigur hverra ?
Það er ekki hægt annað en að setjast hér niður og fagna því að Kolbrún Halldórsdóttir er ekki lengur inni á þingi. Hvernig svo sem þetta fer allt saman þá er þetta stærsti sigurinn að losna við hana út og allt bullið sem hún gat rausað upp úr sér.
Ekki er ég nú viss um að Magnús þór hjá frjálslyndum sé nú skárri maður, allavega heldur hann það, að hann geti stjórnað betur en Guðjón Arnar, en Guðjón Arnar sigldi allavega sínu skipi alltaf heilu í höfn en Magnús er bara alltaf strand sama hvað hann gerir og segir það nú bara allt sem þarf að segja um hann, allavega myndi ég ekki vilja vera í áhöfn Magnúsar og er ég sem betur fer ekki í þessum flokki .
Það væri sennilega bara best fyrir alla heiladauða alþingismenn að vera bara í samfylkingunni eða vinstri reiðum og fara svo með þeim inn í ESB og drepa okkur öll með því sem fylgir ESB stefnunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.