Okur á varahlutum í Brimborg !!!!!!!!!

Ég varð næstum kjaftstopp í Brimborg dag, þannig var að mig vantaði gúmmíhring eða O hring eins og við köllum þá sem er í intercoolernum hjá mér í báta vélinni þetta er nú ekkert merkilegur hringur þannig lagað eða ca 4,2mm x ca 140mm og hvað haldið þið að hann hafi kostað hjá þeim ? 

 4,208 krónur með vaski ég reyndar veit ekki hvort það fylgdi bíll með í kaupbætir en þvílíkt okur á 1 um hring og ég þarf að nota 4 svona hringi í kælirinn sem sagt 16,832 krónur fyrir smá vegis af gúmmí NEI TAKK þetta var of mikið og svo hitt að þessir vesalingar áttu þá ekki einu sinni til en það var hægt að fá þá á morgun, en samt NEI TAKK.

þannig að ég fór að leita og fór víða um bæinn og fann ekki neitt fyrr en að ég fór eiginlega yfir götuna og fór í MAN umboðið til hans Jóa vinar míns þar fékk ég alveg eins hringi fyrir rétt rúmar 500 kr stykkið, sem sagt fjóra hringi fyrir innan við 2000 kall.

Þannig að nú segi ég eins og trukkarinn góði HVAÐ ER AÐ, HALDIÐ ÞIÐ AÐ ÉG SÉ HRYÐJUVERKAMAÐUR ? Nei ég er það ekki en aftur held ég að Brimborg sé hryðjuverkadeild á íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann verður ekki ánægður hann frændi þinn þegar hann sér að þú hafir REYNT að versla við Brimborg. Ég hélt að hann væri búin að setja rauðan aðvörunarborða á alla sína ættingja sem fara í gang með ógurlegum óhljóðum um leið og þeir villast yfir þröskuldinn hjá BRIMBORG. En hann hlýtur að verða hamingjusamur með niðurstöðu þína.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Haukur Randversson

Já svona er þetta sumt fær maður bara hjá þessum glæpamönnum þ.e.a.s. í Brimborg, best væri ef maður gæti bara verslað alla sína hluti að utan í gegnum netið.

Haukur Randversson, 9.5.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband