Olíuverð og olíuverðs hækkanir.

Jæja það er nú ekkert smá sem gengur á hjá okkur núna í samfélaginu trukkar hingað og þangað á hægri ferð og gera löggunni bágt, en þetta er flott framtak hjá þeim og er mér sama þó svo að ég sé stundum lengi á leiðinni núna það er bara í góðu lagi.

En væri bara ekki hægt fyrir landann að taka sig til og sýna olíufélögunum hvers við erum megnug, það er að við tökum okkur bara til og hættum að versla við eitthvert eitt félag og yljum þeim sem sagt vel undir uggum, því þeir verða að geta selt sínar birgðir eins og aðrir og ef það verslar enginn við þá þá hljóta þeir að lækka verðið hjá sér og þá getum við verslað við það félag sem lækkar og hunsað þá hin félögin sem þá verða sjálfsagt að lækka líka hjá sér, er ekki hægt að prufa að fá þá til að lækka svona verðið á dropanum ?

1 aprílgabbið þeirra var að lækka lítrann á bensíni niður í 107 kr og sína þá hvað ríkið er að taka til sín sem sagt 40 kr, vaskurinn af 147 er tæpar 29 kr og ef vaskurinn er tekin af 107 þá er hann 21 þá stendur líterinn í 86 þá er ríkið að taka 61 kr til sín af heildinni. hvað kostar líterinn í innkaupum hjá samráðsfélögunum  ? Geta þeir þá bara ekki lækkað sig sjálfir? Það segir sig sjálft að við erum að borga fyrir þá samráðssektirnar því þegar að þeir voru dæmdir til að borga sektir þá fór dropinn að hækka í verði til okkar og ríkið nýtur góðs af öllu saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri bara að fá leigða þyrlu og sveima part úr degi yfir alþingishúsinu svona til viðbótar trukkum og jeppum til þess að mótmæla þessu eldsneytisverði.  Það heyrðist ekki mannsins mál þegar Óli í Samskip flaug reynsluflug yfir húsum nágrannana aftur og aftur akkúrat á meðan þau voru með fermingarveislu í gangi.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Haukur Randversson

Sko Óli í Samskip á ísland, eða hann heldur það allavega og þess verður ekki langt að bíða að við þurfum að fara að borga veggjald þegar að við förum vestur og þurfum að keyra framhjá jörðunum hans

Haukur Randversson, 2.4.2008 kl. 13:08

3 identicon

Nú ég hélt að Jói Bón ætti allt landið fyrir utan það sem Óli í Samskip á, það er að segja sunnanvert Snæfellsnesið. Hann á eflaust eftir að eignast kotin að norðanverðu líka. Þá getur hann selt heitt og kalt vatn til Ólsara, Grundfirðinga og Hólmara. Vegatollinn getur hann innheimt svona í leiðinni. Nei maður má ekki segja svona.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Haukur Randversson

það þarf ekkert vatn í ólsarana þeir eru hvort er á leið til glötunar

Haukur Randversson, 2.4.2008 kl. 23:43

5 identicon

Hefur þú verið á samkomu hjá trúarmöttunum nýlega? Þú skrifa einhvern vegin þannig, "að fara til glötunar."

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:41

6 identicon

Langar bara að koma þvi her um bensinið a landinu minu og þessu motmælaveseni hja ykkur sem bua þarna,þeir sem vilja motmæla bensinhækkun eiga ekki að lata það bitna a folki sem verða að nota bilinn sinn og sætta sig við hækkun.Motmælendur eiga að gera eins og Sviar gera,þeir hreyfa ekki bilinn sinn i marga daga.þeir hjola,ganga,taka stræto og lest i vinnu þann tima.Eg sem er hað bil reyni að þurfa ekki að t.d. versla og annað nema einu sinni þann tima sem Sviar taka sig saman að motmæla bensinhækkun.Svona motmælun hafa bensinstöðvar og rikisstjorn tekið eftir enda hægt að telja bila a vegonum her og allir vita að eigendur þeirra bila hafa ekki getað verið an þess að taka bilinn.Og að lokum langar mig að segja að við islendingar eigum öll landið okkar hvort sem við buum a landinu eða ekki.Islendingakveðjur fra Sviþjoð.

Friða Ben. (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:24

7 identicon

Það er mikill samstaða í þessum mótmælum með atvinnubílstjórum hér á landi enda eru það ansi margir sem þurfa að kaupa eldsneyti á bílinn sinn. Þetta er í rauninni í fyrsta skiptið sem það næst nokkurn vegin samstaða í mótmælum hér á landi hingað til hefur það ekki tekist. Það hefur verið reynt að fara í svona aðgerðir að leggja bílunum og nota almenningssamgöngur hjóla eða labba en það hefur ekki náðst samstaða um það hérna ennþá því miður, kannski nokkrir sem leggja bílunum sínum hinir halda áfram og nenna þessu ekki. Ég get ekkert séð að því þó fólk sitji svona í klukkutíma í biðröð á götum borgarinnar það er enginn að tala um að hleypa ekki neyðarbílum í gegnum þvöguna. Enda má vera ansi þröngt á þing svo ekki sé hægt að rýma til fyrir sjúkrabíl ef hann þarf að komast í gegn. En þetta með landareignina er nú bara svona djók hjá okkur Íslendingum. Óli í Samskip á reyndar orðið ansi margar jarðir á sunnanverðu Snæfellsnesi hann byrjaði á því að kaupa eina og svo hefur hann keypt hverja jörðina á fætur annarri í kringum þá sem hann keypti í upphafi. Það er grínast með að Jóhannes í Bónus eigi landið af því að hann á Bónusverslanir út um allt land síðan á hann meirihlutann í Hagkaup og hlut í hinum og þessum fyrirtækjum hann á t.d. stærsta blaðið eða Fréttablaðið og svo á hann líka í DV, þá er bara Mogginn eftir og gott ef hann á ekki í honum líka. Það er ekki gott þegar svona margt verður á einni hendi eða þannig enda versla ég ekki í verslunum þeirra Bónusfegða þegar ég á kost á öðru.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband